Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2010 09:55

Fallþungi dilka er í öllum sláturhúsum hærri en í fyrra

Nú þegar sláturtíðin er um það bil hálfnuð er meðalvigtin í sláturhúsunum fjórum í nágrenni Vesturlands yfirleitt 200 til 300 grömmum meiri en á sama tíma í fyrra. Hæst er meðalvigtin í sláturhúsi KVH á Hvammstanga en lægst hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi en þar munar þó ekki nema 800 grömmum.  Slátrun hefur gengið vel í öllum húsunum og kjötið flokkast ágætlega að sögn þeirra sláturhússmanna sem Skessuhorn ræddi við í morgun. Í KVH á Hvammstanga var sl. mánudag búið að slátra tæplega 48 þúsund dilkum. Meðalvigtin var 16,7 kg. en var 16,5 á sama tíma í fyrra. Hjá SAH á Blönduósi var búið að slátra 50.000 fjár. Meðalvigtin var 16,3 kg. en var 16,0 kg. fyrir ári. Hjá KS á Sauðárkróki var búið að slátra 52.000 dilkum. Meðalvigtin á Króknum var 16,01 kg., örlítið hærri en á sama tíma í fyrra, en þá var hún 15,91 kg. Hjá SS á Selfossi var meðalvigtin núna 15,9 kg. en var 15,6 á sama tíma í fyrra. Þar var búið að slátra 43.000 dilkum sl. mánudag.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is