Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2010 11:01

Árásargjarn hrafn aflífaður á Akranesi

Mjög árásargjarn hrafn lét að sér kveða í Grundahverfi á Akranesi í gær. Hrafninn var aflífaður í viðurvist lögreglu eftir að hann hafði ítrekað sótt hart að ungum hundi og barni á heimili í bænum. „Við bendum fólki á að vara sig á hröfnum sem flýja ekki undan mannfólkinu. Þessi var einstaklega árásargjarn,“ segir húsmóðir sem var ein heima með barn sitt þegar lætin hófust. Heimilisfaðirinn var kallaður heim og síðan var haft samband við Náttúrufræðistofnun sem gaf heimild til aflífunar fuglsins.

 

 

 

„Hrafninn mætti á pallinn hjá okkur. Dóttir okkar var úti með hundinn, sem er þriggja mánaða hvolpur. Hrafninn stóð á pallveggnum og mændi á þau. Hún var að beygja sig niður til að ná í spýtu fyrir hundinn, sem var hálfpartinn undir henni, þegar hrafninn réðist á hana og reyndi að grípa í bakið á henni. Barnið varð skelfingu lostið, öskraði og hljóp inn með hundinn á eftir sér. Ef ég hefði ekki náð að loka hurðinni þá hefði hrafninn komið inn á eftir þeim. Þetta kvikindi hékk svo gargandi á pallinum heillengi og þvílík vonska í honum! Maðurinn minn kom heim og fór út á pall og þar var hrafninn enn,“ segir húsmóðirin, en lögreglumaður mætti síðan á staðinn og staðfesti hann í samtali við Skessuhorn hve ófriðlega fuglinn hefði látið. Eftir nokkurn eltingaleik tókst að aflífa fuglinn án þess að beita skotvopni, enda átti þetta sér stað í miðju íbúðahverfi.

„Við höfðum áhyggjur af fólki og dýrum í kring og sérstaklega börnum sem ganga þessa leið heim úr skóla,“ segir húsmóðirin í Grundahverfinu, en þess má geta að til þessa hafa svokallaðir bæjarhrafnar á Akranesi verið til friðs að því best er vitað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is