Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2010 01:01

Farskóli safnmanna í Stykkishólmi

Farskóli safnmanna var haldinn í Stykkishólmi dagana 29. september til 1. október síðastliðinn. Um hundrað safnmenn allsstaðar af landinu kom saman, skoðaði söfn á Vesturlandi og gisti tvær nætur á  Hótel Stykkishólmi. Guðný Dóra Gestsdóttir formaður Félags íslenskra safna og safnmanna segir þennan farskóla árlegan viðburð en í fyrra hafi hann verið haldinn á suðurlandi. Hér gefst safnmönnum tækifæri til að hittast, ræða saman og hlusta á fagleg erindi. “Fulltrúar ýmiskonar safna eru hér samankomin; byggðasafna, náttúrufræðisafna og listsafna. Þetta er allur safnageirinn eins og hann leggur sig,” sagði Guðný Dóra.

 

 

 

Ferðin hófst í Borgarnesi þar sem Safnahús Borgarfjarðar, Landnámssetrið og Brúðuheimar voru meðal annars skoðuð. Í Stykkishólmi var af mörgu að taka en þar var til dæmis litið í Norska húsið, Vatnasafnið, Eldfjallasafnið þar sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur tók á móti hópnum, gamla kirkjan var skoðuð og þá hélt Sturla Böðvarsson fyrirlestur um gömlu húsin í Stykkishólmi. Þá var einnig heimsótt Hákarla-og sögusetrið í Bjarnarhöfn og Sögumiðstöðin í Grundarfirði. “Á fimmtudagskvöldið héldum við síðan árshátíð á Hótel Stykkishólmi þar sem hver safnmaður fann sinn innri dansgaur sem leynist í hverjum og einum,” sagði Guðný Dóra og hló. Hluti hópsins stillti sér upp fyrir blaðamann í Grundarfirði þar sem ferðinni var lokið með hádegisverði á Kaffi 59.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is