Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. október. 2010 03:38

Lífið á Skaganum snérist um miklu fleira en fótbolta

Þótt að fenni í forna frægðarslóð lifir enn í minningu landsmanna sá ljómi sem var yfir svokölluðu gullaldarliði Skagamanna sem fimm sinnum varð Íslandsmeistari í knattspyrnu á sjötta áratug síðustu aldar, í fyrsta sinn 1951. Eins og lífsins gangur er hefur þeim fækkað leikmönnum úr þessa frækna liði sem enn eru ofan moldu. Þeir eru aðeins fimm eftir, Guðjón Finnbogason, Jakob Sigurðsson, Kristján Pálsson, Ríkharður Jónsson og Sveinn Teitsson. Þekktastir þeirra fimmmenninga eru landsliðsmennirnir Guðjón, Ríkharður og Sveinn sem léku fjölmarga landsleiki fyrir Íslands hönd. Þeir tveir fyrrtöldu eru búsettir á Akranesi og Sveinn í Reykjavík. Jakob Sigurðsson markvörðurinn gamalkunni á heima í Garðabænum og Kristján Pálsson er heimilismaður á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Allir áttu þessir heiðursmenn íþróttaferil sem þeim var sómi af.

Þar hefur frægðarsól Ríkharðs skinið hæst í íslenskri knattspyrnusögu en félagar hans í gullaldarliðinu áttu líka sinn glæsilega feril í knattspyrnuhreyfingunni. Ekki síst Guðjón Finnbogason, sem að loknum löngum ferli með gullaldarliðinu og íslenska landsliðinu helgaði krafta sína dómarastörfum og varð einn besti og virtasti knattspyrnudómari sem Íslands hefur átt. Hann tók meðal annars að sér það erfiða verkefni að dæma fyrsta leik í Evrópukeppni sem fram fór í Belfast á Írlandi að loknu borgarastríðinu þar. Íslenska dómaratríóið með Guðjón í broddi fylkingar leysti það verkefni með sóma.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Guðjón Finnbogason í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is