Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2010 10:01

Hrönn ráðin framkvæmdastjóri UMSB

Hrönn Jónsdóttir frá Lundi í Lundarreykjadal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar. Kristján Guðmundsson sem verið hefur framkvæmdastjóri undanfarið hætti störfum nú í haust og settist á skólabekk. Hrönn lauk BS gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands í vor og tók einnig leiðsögunám á háskólastigi frá endurmenntunardeild HÍ. Þar áður var hún stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. 

Aðspurð segist Hrönn hlakka til að takast á við nýja starfið. “Mér finnst þetta mjög spennandi verkefni en er ennþá að kynnast starfinu. Það eru mörg góð verkefni framundan og ég kvíði ekki verkefnaskorti.

Ég hef verið að kynna mér uppbyggingu hreyfingarinnar að undanförnu og þess starfs sem UMFÍ stendur fyrir. Þá þarf ég líka að kynnast aðildarfélögum UMSB,” segir Hrönn. Hún segist eiga góða að sem þekki vel til baklandsins og þess sem ungmennafélögin standa fyrir, en foreldrar hennar hafa verið virkir í starfi ungmennafélaganna. “Ég byrjaði aðeins að kynna mér starfið í september en núna í október byrjar regluleg viðvera á skrifstofu UMSB þrjá daga vikunnar. Ég verð í hálfu starfi til áramóta en svo eykst það eftir áramótin. Á móti þessari vinnu starfa ég á búi foreldra minna á Lundi auk þess sem ég tek að mér jöklaleiðsögn fyrir Íslenska fjallaleiðsögumenn,” segir Hrönn, en hún var einmitt stödd á Sólheimajökli með hóp ferðafólks þegar haft var samband við hana sl. mánudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is