Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2010 12:01

Mikill fimleikaáhugi á Skaganum

Starfsemi Fimleikafélags Akraness er að fara af stað þessa dagana. Iðkendum hefur fjölgað stöðugt síðustu árin og hafa aldrei verið fleiri en núna á haustdögum, en skráningar eru nú komnar yfir 350 fyrir veturinn. „Félagið hefur vaxið mikið að undanförnu og þess má geta að nú í haust er félagið með alls 28 þjálfara og aðstoðarþjálfara í misjafnlega stórum hlutverkum,“ segir Sævar Haukdal formaður FIMA í samtali við Skessuhorn.

Sævar segir iðkendafjöldann nú vera farinn að slaga upp í knattspyrnudeild ÍA og FIMA sé nú orðið langstærsta félagið á Akranesi þar sem stúlkur er uppistaðan í iðkendahópnum. Meðal nýunga í starfsemi FIMA í vetur eru svokallaðar Parkour æfingar sem ætlaðar eru iðkendum 8-23 ára. Nú eru ríflega 30 að mæta á þær æfingar, flestir drengir á unglingsaldri sem lítið eða ekkert hafa æft íþróttir áður.

Sævar segir alla þjálfara félagins hafa hlotið nauðsynlega menntun, allt frá grunnmenntun Fimleikasambands Íslands upp í kennaramenntun. Haldið verði áfram á þeirri braut að bæta við menntun þjálfara eins og kostur er m.a. með hliðsjón af námskeiðum á vegum FSÍ.

 

„Félagið hefur alla burði til að vaxa enn frekar en þó ekki nema að húsnæðismálin komast í betri farveg. Akraneskaupstaður, starfsfólk íþróttahúsanna og önnur félög innan ÍA hafa sýnt okkur mikinn skilning og því hefur félaginu tekist þessi vöxtur en nú er svo komið að félagið þarf að fá sérstakt hús undir sína starfsemi. Bæði til að tryggja áframhaldandi vöxt og aðgang annarra félaga að húsum bæjarins og þá ekki síður til að tryggja árangur iðkenda fimleika. Það hefur sýnt sig að félög sem hafa svokallaðar gryfjur til að falla í við æfingar á erfiðustu stökkunum eru að ná skjótari og betri árangri en önnur félög. Við höfum farið í æfingaferðir með tilheyrandi kostnaði til Keflavíkur og víðar á undanförnum misserum til að dragast ekki afturúr öðrum,“ segir Sævar Haukdal formaður Fimleikafélags Akraness.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is