Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2010 07:01

Opnar myndlistarsýningu í Kirkjuhvoli

Charlotta S. Sverrisdóttir opnar myndlistarsýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi á morgun, laugardaginn 9. október kl. 15:00.  Sýningin stendur til 24. október.  Um sýninguna segir listamaðurinn: “Við erum gerð úr frumum. Taugafrumurnar mynda net boðleiða um allan líkamann. Að horfa á taugafrumurnar úr fjarlægð er sem þær myndi annað landslag, n.k. geim þar sem hver fruma er sem hnöttur í óra fjarlægð. Taugafrumurnar eru okkar innra símkerfi, um þær fara öll okkar skilaboð. Frumurnar eiga sér sjálfstætt líf, þær lifa sínu lífi og geta hegðað sér eftir eigin geðþótta. Þær geta þess vegna farið á flug og flogið vítt og breitt.”

Charlotta er fædd og uppalin í Reykjavík en býr núna í Garðabæ. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1971 og hefur starfað sem grunnskólakennari allar götur síðan. Í gegnum tíðina hefur hún sótt allskonar námskeið tengd listum og málun.  Hún tók sig því til árið 2000 og hélt til náms í Bandaríkjunum og nam ”Fine Arts” frá grunni. Þegar heim kom hélt hún áfram í myndlist í Myndlistarskóla Kópavogs til margra ára. Núna rekur hún vinnustofu að Auðbrekku 6 í Kópavogi, ásamt því að vera meðlimur í Galleríi Art 67 í Reykjavík og vera stofnmeðlimur í Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ og Álftanesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is