Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2010 03:01

(Sauða) - messuboð

“Sannlega segjum við yður að Sauðamessa 2010 verður haldin með viðhöfn á morgun 9. október anno domini 2010,” segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum Sauðamessu í Borgarnesi.

Messuhald hefst með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra klukkan 13.30 að staðartíma. Hámenntaðir rekstrarfræðingar munu stýra rekstrinum rétta leið í réttina sem er rétt hjá Skallagrímsgarði. “Viljum vér messuhaldarar biðja fólk að verja heimalönd sín á leið þeirri er féið rennur, það er að segja, frá Dvalarheimili aldraðra og niður á Skallagrímsgarði.  Skömmu síðar hefst helgihald til heiðurs sauðkindinni í garði Skallagríms. – Ærlegt fjör á sviðinu en þar stíga meðal annars á stokk heimaaldir söngvarar og aðrir skemmtikraftar. Heiðursgestur er Guðbjartur Hannesson ráðherra.

Allskyns uppákomur í og við garðinn. Gangnahestarnir verða á sínum stað og réttarstemningin svífur yfir vötnum. Keppt verður í því að teygja lopann, skítkasti, blóðmörsvarpi, hjólbörurallíi o.fl.  Ekki má gleyma hinu sívinsæla lærakappáti en þar munu nýir lærlingar etja kappi við hinn ósigraða margfalda meistara Baldur Jónsson. Hingað til hefur engum tekist að éta hann út á gaddinn en hvað gerist í ár.

Fjöldi sölubása með kindarlegar vörur verða í tjöldum í garðinum og allir eiga að geta fengið eitthvað við sitt hæfi. Ef ekki þá eru þeir á vitlausum stað.

 

Sauðamessuball

 

Hið sívinsæla Sauðamessuball verður að messu lokinni laugardagskvöldið. "Vegna allavega tveggja áskorana verður það haldið á sínum stað í Reiðhöllinni klukkan 22.00. Hin sauðsvarta hljómsveit (fjár)Festival leikur fyrir trylltum dansi.

Ærlegur klæðnaður er skilyrði fyrir inngöngu. 16 ára aldurstakmark, aðgangseyrir kr. 2.500. Sætaferðir frá Hyrnunni í boði Sæmundar frá kl. 22:00."

 

SJÁ AUGLÝSINGU HÉR

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is