Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2010 08:01

Valdi í Brekkukoti gefur út geisladisk með eigin efni

Út er kominn hljómdiskurinn Tínt upp úr skúffunum, með ellefu lögum Þorvaldar Jónssonar í Brekkukoti í Reykholtsdal. Valdi er sjálfur útgefandi. Textarnir eru einnig eftir hann sjálfan, utan ljóðið Vornótt á Arnarvatnsheiði sem er eftir Jón Þórisson föður Þorvaldar. Þar er einnig að finna lag við bænina Faðir vor. Hljóðfæraleikarar, söngvarar og aðrir sem að gerð geisladisksins koma eru allir heimamenn í héraði. Þar má nefna kórana Söngbræður og Vornæturkórinn, en stjórnandi þeirra er Viðar Guðmundsson. Auk Þorvaldar syngja Vigdís Bergsdóttir og Ása Hlín Svavarsdóttir. Um hljóðfæraleik sjá Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla), Sigurþór Kristjánsson, Daði Freyr Guðjónsson, Sveinn Arnar Sæmundsson og Ólafur Flosason.  Upptökur voru gerðar í Stúdíó Stemmu í Reykholti nema kórupptökur sem gerðar voru í Reykholtskirkju. Stjórnandi upptöku er Diddi fiðla. Um útlit og hönnun umslags sá Handart, Sigríður Kristinsdóttir í Reykholti, en grafík er eftir Þorvald Óttar Guðmundsson.

Aðspurður segir Valdi að hann hafi átt öll þessi lög í fórum sínum og því megi segja að útgáfan hafi verið hálfgerð tiltekt hjá honum. “Það er ekkert laganna samið sérstaklega fyrir þennan disk. Ég hef verið að dunda við að setja saman lög í nokkra áratugi. Sum laganna hafa verið spiluð í Dægurlagakeppni UMFR og því heyrst áður, en flest þeirra hafa ekki hljómað opinberlega fyrr. Þetta er verkefni sem ég verið að grípa í undanfarið ár eða svo í íhlaupum,” segir Valdi. Hann kveðst ánægður með útkomuna, en segir að því megi meðal annars þakka góðu starfi Didda fiðlu sem sá um flest varðandi vinnsluna.

 

Útgáfutónleikar - Kynning og sala

Útgáfukynning verður í Logalandi Reykholtsdal, þriðjudagskvöldið 12. október næstkomandi klukkan 21:00. Þangað eru allir velkomnir, segir Valdi. Diskurinn er nú þegar fáanlegur í Snorrastofu í Reykholti, Ullarselinu á Hvanneyri, Landnámssetrinu í Borgarnesi og hjá útgefandanum, Valda sjálfum í síma 864 4465 eða um netfangið: brekkukot@vesturland.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is