Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2010 09:01

Vélarnar í Vesturmjólk komnar í Borgarnes

Þessa dagana er að hefjast niðursetning véla í nýja mjólkurstöð í Borgarnesi, Vesturmjólk. Vélarnar komu síðastliðinn föstudag en mjólkurstöðin verður til húsa þar sem áður voru Borgarnes kjötvörur í iðnaðarhverfinu ofan við Borgarnes. Bjarni Bærings Bjarnason framkvæmdastjóri Vesturmjólkur segir að trúlega líði hálfur annar mánuður þar til framleiðsla hefst. Hann segir að markaðurinn muni nokkuð ráða um framleiðsluvörurnar, en gert sé ráð fyrir að þær verði allar helstu mjólkurvörur, jafnvel verði farið út í ostaframleiðslu ef markaðurinn kalli eftir því.

Bjarni Bærings segir að þrjú mjólkurbú standi að mjólkurstöðunni, Brúarreykir í Stafholtstungum sem hann starfsrækir, Þverholt á Mýrum og Kverngrjót í Dölum.

Bjarni segir að þessi bú framleiði allt að fjórar milljónir líta á ári og ef vel gangi að selja framleiðsluvörurnar muni væntanlega fleiri mjólkurframleiðendur leggja inn hjá Vesturmjólk. Aðspurður segir Bjarni að kostnaður við uppsetningu mjólkurstöðvarinnar sé mikill, hann hlaupi á tugum ef ekki hundruðum milljóna. Hann segir bændurna þrjá byggja stöðina fyrir eigið fé en þeir vonist til að bankarnir komi eitthvað að uppbyggingunni einnig. „Nei, við erum ekki með neina fjárfesta með okkur. Það verða einverjir að reyna að gera eitthvað, annars má enginn gera neitt í þessu þjóðfélagi án þess að allt verði vitlaust,“ segir Bjarni Bærings og vitnar þar til þeirrar baráttu sem þeir félagarnir hafa háð til að fá vinnsluleyfi, þar á meðal fyrir vinnslu á mjólk utan kvóta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is