Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. október. 2010 11:01

Snæfellsstúlkur lagðar að velli í fyrsta leik

Fyrsta umferð Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik hófst í gærkvöldi og fóru Snæfellsstúlkur í Hveragerði og mættu Hamri. Leikurinn fór rólega af stað og var heldur jafn til að byrja með. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 25 – 21 Hamri í vil og var Inga Muciniece komin með 10 stig fyrir Snæfell í upphafi annars leikhluta. Hamarsstúlkur héldu forystu sinni í öðrum fjórðungi og voru komnar í 52 – 41 í hálfleik. Í þriðja leikhluta spýttu Snæfellingar í lófana og skoruðu 19 stig á móti 12 stigum Hamars og náðu þær að jafna metin 66 – 66 í upphafi fjórða leikhluta. Eftir það sigu heimastúlkur hægt og rólega framúr og lauk leiknum því með 21 stigs sigri Hamars 92 – 71.

 

 

 

Hjá Snæfelli voru erlendu leikmennirnir langatkvæðamestir. Hin bandaríska Jamie Braun gerði 31 stig, tók 13 fráköst og fimm stoðsendingar. Inga Muciniece setti 17 stig og var með 12 fráköst. Atkvæðamestar í liði heimamanna var Jaleesa Butler með 25 stig og 23 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir með 16 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is