Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2010 03:30

Vill tryggja samráð við heimamenn um stjórnun heilbrigðisstofnana

Skipulagi heilbrigðisstofnana verður breytt til að greiða fyrir aðkomu sveitarstjórna og starfsfólks á hverju þjónustusvæði að stjórnum þeirra, fái þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna Vinstri grænna brautargengi. Þingsályktunin er endurflutt frá fyrra þingi en Ásmundur Einar Daðason er fyrsti flutningsmaður hennar.  Lengi vel tilnefndu sveitarstjórnir á þjónustusvæði þrjá fulltrúa í fimm manna stjórn heilsugæslustöðva, svæðissjúkrahúsa, deildasjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa; starfsmenn tilnefndu einn og var sá fimmti skipaður af heilbrigðisráðherra án tilnefningar. Árið 2003 var lögum um heilbrigðisþjónustu breytt á þann veg að forstöðumaður stofnunarinnar hefði einn umsjón með rekstri þeirra en stjórnirnar voru lagðar niður. Þær höfðu þó aðeins verið ráðgefandi um skipulag og þjónustu stofnananna auk þess að hafa eftirlit með rekstri þeirra.

Ásmundur segir að það hafi komið glögglega í ljós eftir að fjárlagafrumvarpið var kynnt hversu vanhugsað það hafi verið á sínum tíma að afnema stjórnir heilbrigðisstofnana. Það á ekki að vera mögulegt að skerða nærþjónustu í heimabyggð með því að gjörbylta skipulagi heilbrigðisþjónustunnar án þess að heimamenn séu hafðir með í ráðum. Hefði verið búið að endurreisa stjórnir heilbrigðisstofnana væri nú lögbundið að vinna slíkar tillögur í samráði við heimamenn. Ásmundur segist einnig telja að fjárlaganefnd eigi að endurskoða frá grunni þessar niðurskurðartillögur og að höfðu samráði við heimamenn.

Með þessari tillögu er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem endurreisir stjórnir heilbrigðisstofnana í svipuðum anda og fyrr. Í gegnum þær sé samráð tryggt við samfélagið og byggt á reynslu vinnustaðarins á hverjum stað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is