Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. október. 2010 03:48

Skora á ráðherra að auka aflaheimildir í þorski

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær áskorun til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem skorað er á ráðherra að auka við aflaheimildir í þorski þegar á þessu fiskveiðiári. “Staða margra sveitarfélaga og hafnarsjóða er slæm og með boðuðum niðurskurði á fjárlögum s.s. aukaframlagi í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og niðurfellingu á endurgreiðslu vegna tryggingagjalds, munu erfiðleikar þeirra aukast til muna. Aukin úthlutun á aflaheimildum er kjörin leið til að auka tekjur þeirra byggðarlaga sem byggja afkomu sína að miklu leyti á veiðum og vinnslu sjávarafla.”

Þá segir að hægt sé að auka aflaheimildir í mörgum tegundum án þess að gengið sé á fiskistofna til dæmis með breytingu á aflareglu. Bendir bæjarstjórn á að skiptar skoðanir eru um mælingar og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. “En þó viljum við benda á að samkvæmt mati hennar setur veiði miðað við 25% aflareglu í stað 20% sem er í dag, ekki þorskstofninn í hættu heldur hægir eingöngu á uppbyggingu stofnsins. Breyting á aflareglu úr 20% í 25% hefði í för með sér að veiði á þorski myndi aukast um 40 þúsund tonn á árinu. Með slíkri breytingu á aflareglu er tekin skynsamleg ákvörðun í ljósi efnahagsástands og atvinnumála. Slík ráðstöfun hlýtur að vera réttlætanleg til að efla byggðir landsins og skjóta traustari fótum undir atvinnu ásamt því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Breyting á aflareglu er á valdi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og í ljósi þeirra jákvæðu áhrifa sem auknar aflaheimildir hafa á samfélög eins og Grundarfjörð, skorar bæjarstjórn Grundarfjarðar á Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir auknum aflaheimildum sem fyrst.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is