Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. október. 2010 11:07

Sauðamessa tókst vel í haustblíðunni í Borgarnesi

Hin árlega og ærlega Sauðamessa var haldin í Borgarnesi í gær. Áætlað er að milli þrjú og fjögur þúsund gestir hafi mætt á hátíðina og átt saman góðan dag í einstakri haustblíðu. “Veðrið lék við okkur, það besta á Sauðamessu hingað til. Veðurguðirnir hafa oftast verið okkur afar hliðhollur en aldrei eins og nú. Við áttum reyndar inni hjá þeim frá því í fyrra, þá rigndi talsvert,” sagði Björn Bjarki Þorsteinsson sauðamessustjóri í samtali við Skessuhorn. Bjarki segir greinilegt að Sauðamessa virki vel inn á við í samfélaginu því mikið af brottfluttum íbúum héraðsins geri sér ferð á heimaslóðir af þessu tilefni og rifji þar upp gömul kynni. “Þannig virkar messan eins og góð átthagamót eiga að gera,” segir Bjarki.

Á dagskrá voru ýmis skemmtiatriði en mesta athygli vakti kappát þar sem matmenn keppa um að innbyrða sem mest af lambakjöti á sem stystum tíma. Í þeirri keppni hefur Borgnesingurinn Baldur Jónsson verið ósigraður fram að þessu en nú gerðust þau stórtíðindi að honum var velt af stalli sem mesta átvaglinu. “Það voru þrír sem öttu kappi við Baldur að þessu sinni og svo fór að Rafturinn Helgi Kristjánsson úr Borgarnesi sigraði eftir harða keppni, einungis munaði 10 grömmum á honum og Baldri.  Þessir fjórir keppendur átu á fimm mínútum svipað magn og tíu manna fjölskylda gerir við venjulegar aðstæður í löngum málsverði. Það besta var að þegar kapparnir gengu niður af sviðinu létu þeir þess getið að nú væri best að drífa sig í kjötsúpu hjá Röftunum,” segir Bjarki.

 

Um þrjátíðu söluaðilar seldu ýmsan varning á messunni, Bifhjólafjelagið Raftarnir bauð upp á eina bestu kjötsúpu norðan Suðurskautsins, Samkór Mýramanna söng viðeigandi lög og kindur frá Gísla í Lækjarbug settu ómissandi svip á samkomuna. Jóhanna á Háafelli kom einnig með geitur og ýmis skemmtiatriði voru í boði.

 

Í gærkveldi var síðan réttardansleikur í reiðhöllinni Faxaborg þangað sem Sæmundur sá um að aka gestum. Milli 400 og 500 manns skemmtu sér þar ærlega undir dynjandi hljómfalli Festivals. Ballið gekk vandræðalaust fyrir sig, einn og einn varð að vísu sauðdrukkinn, en engin sérstök vandamál fylgdu því, nema kannski í dag hjá viðkomandi.

 

“Hátíðin gekk alveg frábærlega fyrir sig og það myndaðist ljúf og góð stemning í garðinum,” segir Bjarki sem vill koma á framfæri þökkum til allra sem veittu aðstoð við undirbúning og framkvæmd Sauðamessu, hvort sem það voru skemmtikraftar eða aðrir góðir velunnarar messunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is