Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. október. 2010 06:40

Herdís frá Hóli fagnar 100 ára afmælinu í dag

Herdís Guðmundsdóttir frá Hóli í Norðurárdal, íbúi á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi er 100 ára í dag. Í tilefni afmælisins fór hún að Hóli síðasta laugardag í faðm fjölskyldu og vina og dvelur þar fram yfir afmælið. Herdís er ágætlega ern en sjón og heyrn eru þó aðeins farin að láta undan. Þrátt fyrir það fylgist hún vel með, er ræðin og fróð um sig og sína og minnug atburða frá liðnum tíma. Langlífið segir hún að liggi í ættinni. Herdís var fædd og uppalin í Neðri Hundadal í Dölum. Eiginmaður hennar Finnur Klemenzson var frá Dýrastöðum en hann lést haustið 1989. Fimm árum síðar flutti Herdís á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þar sem hún hefur búið síðan, alltaf í sama herberginu. Herdís kvartar ekki yfir neinu, er æðrulaus og hefur sérlega létta lund, en þessir þættir eiga vafalaust sinn þátt í að þessi heiðurskona fyllir nú hundrað árin.

Þau hjón Herdís og Finnur bjuggu fyrst eftir að þau festu ráð sitt á Stóru Skógum, síðan á Lundi í Þverárhlíð en á Hóli í Norðurárdal frá 1945. Keyptu þau jörðina af þáverandi ábúendum fyrir 22 þúsund krónur, svipað og ein útihurðarskrá kostar í dag, svo dæmi sé tekið. Þau Herdís og Finnur eignuðust þrjú börn og samtals eru afkomendur þeirra 27.

 

Ítarlega verður rætt við Herdísi frá Hóli í Skessuhorni sem kemur út á miðvikudaginn.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is