Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. október. 2010 09:01

Pálfríður frá Stafholtsey gengst undir enn eina aðgerðina í dag

Stuðningsfólk Pálfríðar Sigurðardóttur frá Stafholtsey í Borgarfirði, sem nýverið gekkst fyrir fjársöfnun henni til handa, vill koma á framfæri kæru þakklæti fyrir góðar undirtektir og stuðning almennings. Pálfríður fékk nýtt hjarta í Gautaborg í Svíþjóð fyrr í sumar. Í ljós kom að lekið hefur með hjartaloku og þarf því Pálfríður að gangast undir enn eina aðgerðina í dag, mánudag. Læknar gera ráð fyrir að takist að lagfæra lekann og við það komist starfsemi nýrnanna í eðlilegt horf á nýjan leik. Pálfríður hefur nú verið á spítala í Svíþjóð í tvo mánuði og er ljóst að hún þarf að dvelja þar í nokkrar vikur enn.

Alls hafa safnast 2,8 milljónir króna í söfnuninni nú þegar. Pálfríður vill persónulega þakka innilega öllum þeim sem styrkt hafa hana í veikindunum. Hún segist hrærð og afskaplega ánægð með mikla góðvild henni til handa. Stuðningur þessi varð til þess að Sigurður sonur hennar og Jóhanna systir hennar gátu nýlega farið í heimsókn til Svíþjóðar. Þá felur þessi fjárhagslegi stuðningur í sér að léttara verður fyrir Pálfríði að takast á við erfitt endurhæfingarár sem framundan er og þá getur hún öðru hverju haft sitt fólk hjá sér í Svíþjóð og eins haft samfylgd þegar til heimferðarinnar til Íslands kemur.

 

Við minnum á styrktarreikning Pálfríðar:

0326-13-007171 og kt. 281071-5649.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is