Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. október. 2010 02:27

Frumkvöðlar útskrifast á Akranesi

Síðastliðinn föstudag útskrifaðist stór hópur atvinnuleitenda frá Akranesi úr svokallaðri Frumkvöðlasmiðju. Smiðjan er samstarfsverkefni Símenntunar-miðstöðvarinnar á Vesturlandi, Vinnumálastofnunar á Vesturlandi og SSV þróunar og ráðgjafar. Það er G. Ágúst Pétursson sem sér um þessar smiðjur en hann hefur nú haldið átta slíkar á Vesturlandi frá áramótum, sex á Akranesi, eina í Borgarnesi og eina í Grundarfirði. Hóparnir tveir sem útskrifuðust nú á föstudaginn voru í hópi eldri atvinnuleitenda, allir yfir þrítugt. “Þátttakendur í þessum átta smiðjum hafa þróað tugi viðskiptahugmynda og hafa sumar þeirra leitt til stofnunar fyrirtækja. Vonandi nýta síðan einhverjir sér síðar þá þekkingu og þjálfun sem þeir öðlast hér til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd,” segir Ágúst í samtali við Skessuhorn. Nánar er rætt við hann í Skessuhorni vikunnar sem kemur út á miðvikudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is