Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2010 07:01

Fánadagarnir áréttaðir á nýrri heimasíðu

Ný heimasíða, www.faninn.is leit dagsins ljós nýlega. Þetta er ekki flókin síða og hefur ekki mörg verkefni, þó aðallega eitt. Að minna landsmenn á fánadaga íslenska fánans. Á Íslandi eru 12 lögskipaðir fánadagar. Þá daga er fánanum flaggað á öllum opinberum byggingum auk þess sem almenningur er hvattur til að gera slíkt hið sama. En þó að þetta séu ekki margir dagar ár hvert, þá getur verið snúið að muna eftir þeim öllum. Með því að líta inn á síðuna má sjá hvenær næsti fánadagur er og í hvaða tilefni hann er haldinn. Fyrir þá sem vilja vera alveg vissir að missa ekki af einum einasta fánadegi býðst að skrá sig á póstlista og fá áminningu daginn fyrir hvern af þeim 12 löggiltu fánadögum sem hér eru. Opinberir fánadagar hér á landi eru:

Fæðingardagur forseta Íslands, nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, Hvítasunnudagur, sjómannadagurinn, 17. júní, 16. nóvember (fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar), 1. desember og Jóladagur.

 

Á bak við www.faninn.is stendur Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og mikill áhugamaður um íslenska fánann. Árið 2008 gaf hann út bókina Fáninn/The Flag, sem sýndi í fyrsta sinn myndrænt allar tillögur almennings að hönnun íslenska fánans frá árinu 1914. Bókin inniheldur einnig stutta sögu fánans okkar ásamt helstu fánum og merkjum sem Ísland hefur notað frá landnámi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is