Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2010 10:01

Alþjóðlegt kaffihús var opnað í gær á Akranesi

Kaffihúsið Veröldin okkar – mömmueldhús opnaði í gær að Kirkjubraut 8 á Akranesi. Um er að ræða alþjóðlega matreiðslustofu þar sem konur frá ýmsum löndum elda líkt og mamma þeirra eldaði í gamla daga. Amal Tamimi, framkvæmdastjóri verkefnisins, segir hugmyndina hafa kviknað í ljósi þess hversu margar konur af erlendum uppruna búi á Akranesi en margar þeirra eru einnig atvinnulausar. Verkefnið er virkniúrræði og atvinnutækifæri fyrir þær. “Það er ekki auðvelt fyrir þennan hóp að finna sér vinnu í kreppunni. Flestar konur kunna hins vegar að elda. Þetta er fyrsta verkefnið af þessu tagi hér á landi svo ég viti til. Núna eru fastráðnar í eldhúsið konur frá Palestínu og Póllandi en við munum einnig fá til okkar gestakokka og verða því stöðugar breytingar á matseðlinum. Auk þess verður boðið uppá kaffi og kökur sem einnig koma frá hinum ýmsu þjóðum,” sagði Amal í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Hún segir stöðu erlendra kvenna sem ekki eru á atvinnumarkaði mjög slæma. Tengslanet þeirra er lítið og veikbyggt og þegar ekki erum samskipti í gegnum vinnustað hættir þeim til að einangrast. Með því að bjóða þeim að taka þátt í þessu verkefni má rjúfa félagslega einangrun, auk þess sem það aflar þeim reynslu á íslenskum vinnumarkaði.

Þess má geta að verkefnið er styrkt af Atvinnuþróunarsjóði kvenna og Evrópuári gegn fátækt og einangrun. Það er Jafnréttishús sem er í forsvari fyrir verkefnið en Amal er einmitt framkvæmdastjóri þess. Rauði krossinn á Akranesi, Akraneskaupstaður og Vinnumálastofnun á Vesturlandi leggja einnig sitt lóð á vogaskálarnar. Amal sagði marga hafa sýnt verkefninu áhuga en samvinna verður einnig höfð við Endurhæfingarhúsið Hver og Skagastaði – virknisetur fyrir unga atvinnuleitendur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is