Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2010 08:01

Blómaborg flutt yfir götuna

Verslunin Blómaborg í Borgarnesi var flutt um set og opnuð á nýjum stað síðasta laugardag. Að sögn Svövu Víglundsdóttur er ástæða þess að hún kaus að fara úr Hyrnutorg, sá kostnaður sem fylgir því að leigja í verslunarmiðstöð. “Bæði er ég að lækka húsaleigu en einnig hef ég meira sjálfstæði í opnunartíma. Þegar maður rekur verslun í verslunarmiðstöð þarf maður alltaf að haga opnunartíma eftir öðrum, nú get ég haft opið fram á kvöld þegar mér finnst það henta,” segir Svava og bætir því við að fyrirhugaðar séu ýmsar breytingar, svo sem bygging útipalls við verslunina þar sem hægt verður að tylla sér niður og njóta útiblóma og fá sér um leið kaffisopa. Verslunin Blómaborg er nú til húsa á Borgarbraut 55 í rými milli Efnalaugarinnar Múlakots og Bifreiðaþjónustu Harðar. Formleg opnun á nýjum stað verður næstkomandi laugardag 16. október og verða ýmis tilboð í gangi í tilefni þess. 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is