Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2010 09:01

Bæjarsjóður leggur sjö milljónir í stúkubyggingu

Á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar í síðustu viku var samþykkt samhljóða að veit sjö milljónum króna í byggingu 300 manna áhorfendastúku við Ólafsvíkurvöll. Eins og fram hefur komið í fréttum er það krafa Knattspyrnusambands Íslands að stúkan verði byggð fyrir næsta sumar svo að heimaleikir knattspyrnudeildar Víkings, sem spilar á næsta ári í 1. deild, getir farið fram á heimavelli. Á fundinum lagði Kristján Þórðarson oddviti J listans fram bókun um málið. Þar segir m.a.: “Í ljósi þess að KSÍ gerir kröfu um að stúku þessari verði komið upp og fullreynt er talið að þeirri ákvörðun verði ekki breytt af þeirra hálfu, sem í raun er óskiljanlegt miðað við það efnahagsástand sem nú ríkir í landinu, er um fátt annað að ræða en að bæjarsjóður komi að þessu máli með knattspyrnudeildinni.

Að öðrum kosti fær Víkingur ekki að leika heimaleiki sína í Ólafsvík. Það er okkar skoðun að þessum peningum væri betur varið í margvísleg málefni tengd íþrótta- og æskulýðsmálum í bæjarfélaginu með hagsmuni og þarfir unga fólksins í huga. En í trausti þess að ekki komi til skerðingar á framlögum bæjarsjóðs til þessara málefna og stutt verði duglega við aðra íþróttastarfsemi í Snæfellsbæ, styðjum við þessa tillögu.” Undir tillöguna rituðu fulltrúar J listans og fulltrúar D listans tóku heilshugar undir bókun minnihlutans, eins og segir í fundargerð bæjarstjórnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is