Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2010 01:01

Sveitarfélög sameinast um yfirtöku málefna fatlaðra

Síðastliðinn föstudag skrifuðu fulltrúar allra sveitarfélaga á Vesturlandi undir samstarfssamning vegna væntanlegrar yfirfærslu málefna fatlaðra. Um leið er Vesturland fyrsti landshlutinn sem gerir slíkan samning en stefnt er að gildistöku yfirfærslunnar um næstu áramót og því má segja að brýnt hafi verið orðið að heimamenn tækju upp formlegt samstarf um málið. Þá taka sveitarfélög við þeirri þjónustu sem ríkið hefur fram til þessa veitt fötluðum, enda gert ráð fyrir að lögum hafi þá verið breytt og samkomulag gert um tilfærsluna milli ríkis og sveitarfélaganna.

Páll S Brynjarsson fráfarandi formaður stjórnar SSV kynnti í upphafi fundarins á föstudaginn aðdraganda þess að málefni fatlaðra færast nú til sveitarfélaga og framkvæmd vinnunnar í héraði. Því næst fór Magnús Þorgrímsson framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefna fatlaðra yfir helstu verkefni sem snúa að málaflokknum nú og í framtíðinni. Loks fór Sigurður Helgason ráðgjafi verkefnisstjórnar yfir umfang fyrirhugaðs verkefnaflutnings.

 

Ítarlega er greint frá fundinum í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is