Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2010 02:01

Ungmennafélagar fögnuðu sextíu ára afmæli Þrasta

Hátíðisdagur var við félagsheimilið Miðgarð í fyrrum Innri-Akraneshreppi sl. laugardag þar sem minnst var 60 ára afmælis ungmennafélagsins Þrasta. Að sögn Arnar Óðins Arnþórssonar núverandi formanns félagsins heppnaðist afmælisdagskráin ágætlega. Um 150 manns mætti að deginum þar sem m.a. var haldið kaffisamsæti. Færra var um kvöldið en þá endaði dagskráin með harmonikkuballi. Stofnun Þrasta má á sínum tíma rekja til íslenska frjálsíþróttavorsins. Það var fámennur hópur ungs fólks sem stofnaði félagið. Uppistaðan voru strákar sem æfðu frjálsar íþróttir, en stúlkur æfðu ekki íþróttir á þessum tíma, samkvæmt því sem fram kemur í söguágripi sem tekið var saman að Sævari Jónssyni frá Ásfelli vegna afmælisins.

Stofnfélagar voru 15 að tölu, piltar og stúlkur á aldrinum 12-17 ára. Fyrsti formaður var Jón Auðunn Guðmundsson frá Innri-Hólmi, Sigurbjarni Guðnason frá Gerði var gjaldkeri og Nína Ólafsdóttir Sólmundarhöfða ritari. Þrátt fyrir fámenni og ungdómsár lét félagið strax að sér kveða. Árið 1953, það er þremur árum eftir stofnun Þrasta, skoraði stjórn félagsins á hreppsnefndina að beita sér fyrir stækkun skólahússins sem seinna varð svo samkomuhúsið og félagsheimilið Miðgarður. Í stækkun skólahússins var ráðist strax ári eftir þessa áskorun Þrasta, það er 1954.

Ítarlegar er farið yfir sögu félagsins í Skessuhorni sem kom út i dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is