Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2010 03:01

Vinnusamir skógareigendur á landsfundi

Mjög góð mæting var á aðalfund Landssambands skógareigenda sem haldinn var í Reykholti sl. föstudag og laugardag. Um 120 fulltrúar mættu frá svæðisfélögum skógræktarfólks um allt land og voru þingfulltrúar mjög vinnusamir, að sögn Björns Jónssonar starfsmanns LSE og framkvæmdastjóra Suðurlandsskóga. Björn segir að fjöldi tillagna og ályktana hefðu verið samþykktar. Það helsta sem skógareigendur lögðu áherslu á var m.a. að ákveðið var að ráðast í stórátak í ræktun jólatrjáa og gert verði átak í þróun og markaðssetningu skógarafurða. Björn sagði ljóst að markaðsmálin yrðu mikið í sigtinu næstu árin og bjartsýni hefði ríkt meðal þingfulltrúa um að nú væri lag að gera átak í þeim efnum.  

Þótt víða sé talsverðum tíma varið í miklar viðarnytjar úr skóginum séu góðir möguleikar á markaðsetningu og sölu ýmissa annarra skógarnytja, svo sem berja og sveppa, en það tilheyrir verkefninu „skógargull“ sem hleypt var af stokkunum fyrir nokkrum árum. Björn sagði að þingfulltrúar hefðu einnig rætt mikið um framtíð skógarverkefna, einkum landshlutaskóganna. 

 

Nánar er fjallað um þingið í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is