Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. október. 2010 11:01

Þörungaverksmiðjunni heimilt að taka Fossá frá Þ&E

Héraðsdómur Vesturlands hefur með nýlegum dómi úrskurðað að Þörungaverksmiðunni á Reykhólum sé heimilt að taka skip sitt Fossá úr vörslu Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. Fram hefur farið í stöðinni endursmíði á skipinu þar sem því er breytt úr kúfisksskipi í þörungaflutningaskip. Því verki er hvergi nærri lokið en framkvæmdir voru stöðvaðar í sumar í kjölfar deilna þar sem forsvarsmenn Þörunga-verksmiðjunnar sögðu upp verksamningi og var Fossá í framhaldinu kyrrsett í stöðinni.

 

 

 

 

Úrskurðarorð Benedikts Bogasonar héraðsdómara Vesturlands kveða á um að gerðarbeiðanda, Þörungaverksmiðjunni hf., sé heimilt að taka skipið Fossá ÞH-362, með öllu sem því fylgir úr umráðum gerðarþola, Þorgeirs & Ellerts hf., með beinni aðfarargerð. Málskot til æðri réttar fresti ekki aðför.Gerðarþoli, það er Þorgeir & Ellert hf, greiði gerðarbeiðanda 400.000 krónur í málskostnað.

 

Fossá er ætlað að leysa af hólmi Karlsey, núverandi þörungaflutningaskip verksmiðjunnar á Reykhólum, og auka þar með afkastagetu verksmiðjunnar um helming. Vinna við breytingar á Fossá hófust í lok síðasta árs og átti að vera lokið samkvæmt verksamningi síðasta vor. Aðilar samningsins hafa deilt um framgang hans, sem og framgang verksins, einstaka verkþætti, greiðslur og tryggingar þeirra.

 

Héraðsdómur telur í úrskurði sínum að forsvarsmenn Skipasmíðastöðvar Þ&E hafi ekki tekist að færa fram gögn sem heimili haldrétt þeirra í skipinu. Taka þurfi því umráðakröfu gerðarbeiðanda á skipinu til greina. Héraðsdómur féllst heldur ekki á kröfu gerðarþola að málskot til æðri dóms fresti aðför. Dómurinn féll 27. september sl. en Fossá er enn í vörslu Þ&E og aðför ekki farið fram. Forsvarsmenn Þ&E hafa þegar ákveðið að áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is