Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2010 01:01

Fyrsti bjórinn úr íslensku byggi eingöngu

Borg Brugghús, sem er í eigu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, mun brátt hefja framleiðslu á bjór sem bruggaður er eingöngu úr íslensku byggi. Fulltrúar á landsfundi skógareigenda sem haldinn var í Reykholti um síðustu helgi fengu smá forskot á sæluna þegar bjórinn var kynntur í skemmunni á Fitjum í Skorradal. Það er Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti í Melasveit sem ræktar kornið í bjórinn, en þau hjón Sigrún og Haraldur í Belgsholti eru virkir félagar í samtökum skógarbænda.  Fram kom í máli Haraldar að hann hafi um árabil selt alla sína kornframleiðslu til Ölgerðarinnar og hefur hún verið fram til þessa notuð með innfluttu korni, en nú er byggið frá Belgsholti í fyrsta sinn notað eingöngu í eina framleiðslutegund bjórs.

 

 

 

Bjórinn sem sérstaklega var framleiddur fyrir landsfund skógarbænda heitir Skógarpúki og þótti hann bragðast sérstaklega vel. Bjóráhugamenn geta hugsað sér gott til glóðarinnar því fljótlega á nýju ári verður bjórinn með íslenska bygginu á boðstólum fyrir almenning. Í tilkynningu vegna framleiðslu nýja bjórsins segir að Borg Brugghús sé eitt fárra brugghúsa sem hefur tileinkað sér nýjar aðferðir sem gera mögulega framleiðslu úr íslensku byggi alfarið. Íslenskt bygg sem ræktað er við lífræn skilyrði þykir henta einstaklega vel til ölgerðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is