Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2010 02:05

Héldu tombólu fyrir Svanhildi Önnu

Nokkrum ungum stúlkum af Akranesi misbauð þegar það kom í fréttum í sumar að meina ætti Svanhildi Önnu Sveinsdóttur að hafa blindrahund sinn hjá sér í fjölbýlishúsi við Einigrund á Akranes. Vildu þær leggja lóð sitt á vogarskálarnar til að hún mætti komast í húsnæði þar sem henni væri heimilt að hafa þetta nauðsynlega hjálpargagn hjá sér og efndu til tombólu til styrktar málefninu. Söfnuðu þær stöllur 20.170 krónum sem þær afhentu henni sl. mánudag. Svanhildur Anna vildi koma á framfæri innilegu þakklæti til stúlknanna átta. Þá sagði hún jafnframt að samvinna hennar og blindrahundsins Exo gengi mjög vel og að hún væri mjög þákklát tillitsemi ökumanna þegar þau fara yfir götur.

Stúlkurnar eru frá vinstri talið: Guðlaug Ásrún Grétarsdóttir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir, Linda Ósk Alfreðsdóttir, Karitas Eva Svavarsdóttir, Hjördís Brynjarsdóttir, Ingibjörg Elín Jónsdóttir, Sandra Ósk Alfreðsdóttir og Eva María Jónsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is