Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. október. 2010 10:30

Guðbjartur veitir styrki

Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, úthlutaði í gær 55 milljónum króna úr starfsmenntasjóði ráðuneytisins. Alls var sótt um styrk fyrir 78 verkefni en 39 þeirra hlutu styrk. Auglýst var eftir umsóknum sem stuðluðu að atvinnusköpun og fólu í sér nýsköpun og einnig var auglýst eftir þróunarverkefnum sem miða að því að vinna gegn neikvæðum áhrifum breytinga sem orðið hafa á vinnumarkaði í kjölfar efnahagskreppunnar.

Var þetta jafnframt í síðasta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en þann 1. október tóku gildi ný lög um framhaldsfræðslu sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneytið og með þeim voru felld úr gildi lög um starfsmenntun í atvinnulífinu. Guðbjartur segir þó síður en svo verið að draga úr vægi starfsmenntunar með þessu, heldur miklu fremur að styrkja hana og efla og treysta grundvöll hennar. Samkvæmt nýjum lögum framhaldsfræðslu verður stofnaður sérstakur Fræðslusjóður sem hefur það hlutverk að veita fé til fræðsluaðila til að mæta kostnaði við kennslu og námskeiðahald og kostnaði við raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf og eins til að veita styrki til nýsköpunar- og þróunarverkefna í framhaldsfræðslu.

 

„Það hefur verið samdóma álit þeirra sem fjalla um nám fullorðinna að til þess að það skili tilætluðum árangri verði að afla því formlegrar viðurkenningar. Þetta er eitt af meginmarkmiðum nýju laganna og með því er lagður grunnur að heildstæðu kerfi framhaldsfræðslu þar sem stuðningur er veittur einstaklingum óháð stéttarfélagsaðild,“ sagði Guðbjartur um tímamótin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is