Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. október. 2010 03:05

Hugmyndir um gerð ísganga í Langjökli

Nýlega komu á fund byggðarráðs Borgarbyggðar þeir Hallgrímur Örn Arngrímsson jarðverkfræðingur og Ari Trausti Guðmundsson landfræðingur frá verkfræðistofunni Eflu og kynntu hugmyndir um gerð ísganga í Langjökli. Óskuðu þeir eftir aðkomu sveitarfélagsins að undirbúningsfélagi um verkefnið. Umhverfis- og skipulagsnefnd Borgarbyggðar hefur veitt rannsóknarleyfi fyrir verkefnið sem hefur hlotið jákvæð viðbrögð meðal sveitarstjórnarfólks í Borgarbyggð. Hugmyndin er að gera ísgöng vestan til í Langjökli, norðan við Geitlandsjökul, en þangað liggur allgóður vegur frá vinsælum ferðaþjónustustöðum eins og Húsafelli og Reykholti.

 

 

 

 

 

Grafið verður 30 metra niður í jökulinn í þéttan jökulís í þeim tilgangi að gera þar göng og hvelfingar. Hallgrímur Örn segir að þessi hugmynd hafi kviknað á liðnu sumri. Hún sé því ný af nálinni og algjörlega á frumstigi. Ennþá hafi ekki verið myndaður vinnuhópur um verkefnið en þegar hafi verið leitað hófanna hjá nokkrum aðilum um samvinnu við rannsóknirnar, m.a. fulltrúa Háskóla Íslands sem hafi tekið jákvætt í erindið eins og fleiri. Hugmyndin er að ísgöngin verði að hluta til notuð sem rannsóknarstöð auk þess að nýtast sem áningarstaður og útivistarparadís fyrir ferðamenn.

 

Hallgrímur segir að í raun sé ekkert vitað um hvort þetta sé framkvæmanlegt. Í heiminum sé ekki til neinn manngerður íshellir af þessari stærðargráðu í þíðjökli, en þar er hitastig jökulsins við frostmark vatns. Hann segir rannsóknir í jöklinum því mikilvægar og munu þær standa yfir í um það bil eitt ár. „Rannsóknirnar munu leiða í ljós hvernig jökullinn bregst við, þéttleiki íssins, aflögunarhraði og ýmislegt annað sem svarar því hvort gerð ísganga sér raunhæf og hver hugsanlegt viðhald á svona mannvirki væri,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson hjá verkfræðistofunni Eflu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is