Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. október. 2010 10:45

Brotist inn í 6 fyrirtæki í Búðardal í nótt

„Við fengum óskemmtilega heimsókn í nótt,“ segir Jóhannes B. Björgvinsson lögreglumaður í Búðardal, en þar var í nótt brotist inn í sex fyrirtæki sem öll eru staðsett við Vesturbraut, götuna gegnum þorpið. Skemmdir voru unnir á öllum stöðunum og stolið bæði peningum og verðmætum á um helming staðanna. Jóhannes telur að þetta hafi gerst frá klukkan tvö í nótt til sex í morgun og biður hann þá sem hafa orðið vara við grunsamlega umferð á þessum tíma að hafa samband við lögregluna í Búðardal.

 

 

 

 

 

Mest var tjónið í KM þjónustunni, en auk skemmda var stolið á annað hundrað þúsund í peningum, tölvubúnaði og talverðu af rafmagnsverkfærum. Úr handverkshúsinu Bolla var stolið peningum sem og í blómabúðinni Blómalind. Einnig var brotist inn á rafmagnsverkstæði, hjá verktakafyrirtæki og trésmiðju og á stöðunum unnið talsvert tjón en litlu stolið, svo sem í trésmiðjunni þar sem búið var að taka saman dót fram við dyr en það skilið eftir. Telur lögregla að þar hafi síðast verið farið inn og komið styggð að þjófunum sem þarna voru á ferð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is