Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. október. 2010 10:01

Þúsund á Þjóðfund

Nú hafa þúsund staðfest komu sína á Þjóðfund um stjórnarskrá. “Þar með er fundurinn fullmannaður en vonast er til þess að ekki verði mikið um forföll. Þjóðfundurinn verður haldinn  laugardaginn 6. nóvember n.k. í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr þjóðskrá þar sem gætt var að eðlilegri skiptingu þeirra eftir búsetu og kyni. Á næstu dögum munu allir þátttakendur fá sent bréf ásamt stjórnarskrá lýðveldisins,” segir í tilkynningu frá undirbúningshópi Þjóðfundar. Þar segir einnig að jafn margar konur og karlar séu skráð til leiks. Aldur gesta endurspeglar aldursdreifingu  í landinu. Elsti þátttakandi á Þjóðfundi er fæddur 1921, en 14 eru fæddir fyrir árið 1930. Yngstu gestirnir eru fæddir 1992 verða þeir 22 talsins. Á þjóðfundinum verður kallað eftir meginsjónarmiðum um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og endurskoðun á henni. Fundurinn er undanfari stjórnlagaþings, en kosningar til þess fara fram 27. nóvember. Framboðsfrestur rennur út  á hádegi í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is