Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. október. 2010 10:57

Íhugar atkvæðagreiðslu um úrsögn VLFA úr ASÍ

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness er afar harðorður í garð verkalýðsforystunnar sem hann segir að hafi brugðist umbjóðendum sínum. Í viðtali sem birtist á Pressunni sl. föstudag við Vilhjálm segist hann íhuga að slíta samstarfi við ASÍ og Starfsgreinasambandið. Til að til úrsagnar kæmi þyrfti þó vænn meirihluti félagsmanna VLFA að samþykkja það í atkvæðagreiðslu. Sömuleiðis skýtur Vilhjálmur föstum skotum á forystu lífeyrissjóðanna. Hann kveðst verulega ósáttur við þær fullyrðingar formanna ASÍ og Starfsgreinasambandsins að óráðlegt sé að fara í almennar leiðréttingar á skuldum heimilanna þar sem þeir telja að slíkar aðgerðir væru aðför að lífeyrissparnaði landsmanna.

“Ég tel alveg ljóst að miðað við þennan málflutning eru þessi forystumenn að bregðast sínum umbjóðendum. Það hefur gríðarleg gjá myndast á milli forystu og launþega og þeir hafa ekki verið að taka afstöðu með sínu launafólki. Þetta er ekki eina dæmið, ég get nefnt stöðugleikasáttmálann en það eina sem gekk eftir í honum var að launafólk var þvingað til að fresta eða afsala sér launahækkunum.”

 

Fjölmargir hagsmunaaðilar sem og sérfræðingar hafa stigið fram á undanförnum dögum og vikum og sagt að almennar niðurfærslur skulda séu ógerlegar sökum hás kostnaðar. Vilhjálmur spyr á móti hvað það kosti að gera ekki neitt.  “Það er hárrétt, þetta kostar 220 milljarða samkvæmt útreikningum. En það hafa aldrei verið færð rök fyrir því hvað gerist ef ekkert verður gert. Það er ekkert mál að dúndra upp excel skjali og gefa sér upp forsendur. Hér er verið að tala um leiðréttingu á skuldum heimilanna og almenningur getur ekki horft upp á lengur að hundruð milljarða séu afskrifaðar hjá auðmönnum, einstaka fyrirtækjum og svo framvegis. Það var ekkert mál að leggja 200 milljarða inn í peningamarkaðssjóði á sínum tíma. Skattgreiðendur borguðu það.”

 

Vilhjálmur er sömuleiðis harðorður í garð lífeyrissjóðanna sem hann segir hafa tapað „stjarnfræðilegum“ upphæðum í hruninu. Þar að auki hafi þeir einungis skilað 2% raunávöxtun síðustu tíu ár.  Þrátt fyrir það hafi engin endurnýjun orðið innan sjóðanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is