Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. október. 2010 11:29

Ingibjörg Birna ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps. Hún er 39 ára og hefur undanfarin ár starfað hjá sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit, fyrst sem ritari og síðan sem skrifstofustjóri. Ingibjörg Birna lauk á sínum tíma stúdentsprófi af hagfræðibraut frá Flensborg í Hafnarfirði og hefur síðan lokið margvíslegum námskeiðum sem gagnast í starfinu. Enda þótt Ingibjörg Birna hafi enn ekki tekið formlega við starfi sveitarstjóra gerði hún það samt í raun síðasta föstudag þegar hún sat fjármálaráðstefnu sveitarfélaga syðra fyrir hönd Reykhólahrepps.

Ingibjörg Birna er fædd á Patreksfirði og uppalin þar til fjögurra ára aldurs, þegar hún fluttist til Hafnarfjarðar, og hefur ávallt borið sterkar taugar vestur á bóginn. Hún kveðst hlakka mikið til að flytjast til Reykhóla og að fá að kynnast íbúum sveitarfélagsins og lifa og starfa með þeim. Eiginmaður Ingibjargar Birnu er Hjalti Hafþórsson verktaki og bátasmiður, sem hefur alla tíð verið einn af forsprökkum Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum og er umsjónarmaður vefsíðu safnsins. Þau eiga orðið vænan hóp barna og barnabarna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is