Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. október. 2010 01:56

Breytingar um áramót á stjórnskipan Borgarbyggðar

Meirihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar samþykkti með fimm atkvæðum á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag breytingar á skipuriti sveitarfélagsins sem taka munu gildi um næstu áramót. Í tillögunni felst að skipurit sveitarfélagsins byggi áfram á þremur sviðum; þ.e. fjármála- og stjórnsýslusviði, sem verður stoðsvið, og tveimur fagsviðum; fjölskyldusviði og umhverfis- og skipulagssviði, sem áður hét framkvæmdasvið. Helsta breytingin er sú að nú verður ráðinn sviðsstjóri fjölskyldusviðs en sú staða var ekki til áður. Hvert svið fær þannig yfirmann sem ásamt sveitarstjóra mynda yfirstjórn embættismannakerfis sveitarfélagsins sem funda mun reglulega einu sinni í viku. Þessar tillögur, ásamt tólf öðrum sem lúta að hagræðingu og breytingum innan sem utan Ráðhúss Borgarbyggðar, eiga að fela í sér árlegan sparnað í rekstri sveitarfélagsins upp á 12-15 milljónir króna, að mati meirihlutans.

Í tillögum um skipulagsbreytingar felst meðal annars að starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verður lagt niður í núverandi mynd en endurvakið starf forstöðumanns íþróttamannvirkja. Sveitarstjóra hefur verið heimilað að auglýsa innanhúss stöðu sviðsstjóra fjölskyldusviðs og bjóða þeim einstaklingum ný störf þar sem verið er að leggja niður störf þeirra eða breyta þeim. Þá verður starf eldvarnarfulltrúa lagt niður en varaslökkviliðsstjóri verði þess í stað í hlutastarfi. Loks var samþykkt að endurskoða rekstur skrifstofu sveitarfélagsins í Reykholti og ákveðið að leigja húsnæðið út að hluta. Þar eru nú og verða áfram tveir starfsmenn sveitarfélagsins til húsa í einu og hálfu stöðugildi. 

Við afgreiðslu tillögunnar sátu tveir sveitarstjórnarfulltrúar hjá, þau Geirlaug Jóhannsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir. Finnbogi Leifsson greiddi atkvæði gegn skipulagsbreytingunum. Jóhannes Freyr Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila þess. Ekki var kallaður til varafulltrúi í hans stað.

 

Vill auglýsa allar opinberar stöður

“Þarna var verið að samþykkja stjórnsýslubreytingu sem vinnuhópur hafði lagt drög að. Um skipuritið var samkomulag innan vinnuhópsins og ég fagna mjög þessari nýju sviðsstjórastöðu sem nú hefur verið samþykkt yfir fjölskyldusviði og tel að hún muni bæta skilvirkni innan stjórnsýslunnar. Ég tel að þetta starf hefði skilyrðislaust átt að auglýsa opinberlega eins og öll önnur opinber störf. Að mínu mati voru verulegir formgallar á framsetningu þessarar tillögu meirihlutans um stjórnsýslubreytingar og af þeim sökum gat ég ekki samþykkt tillöguna eins og hún var fram sett,” segir Geirlaug Jóhannsdóttir oddviti Samfylkingar í sveitarstjórn. Aðspurð um þá formgalla sem hún nefnir þá segir hún að skort hafi á útreikninga um hvað tillögur um hagræðingu og sparnað myndu skila fyrir sveitarsjóð. “Meðan slíkt hefur ekki verið gert er engu hægt að slá fram um meintan sparnað, sem auðvitað var tilgangur þess að farið var í þessa vinnu. Sjálft skipuritið vantar auk þess í tillögu meirihlutans og ber það vott um óvönduð vinnubrögð,” segir Geirlaug.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is