Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2010 10:01

Sveitarfélagið eini gerðarbeiðandinn í uppboðsmáli

Nýverið fór fram uppboð á húseign í Borgarnesi þar sem sveitarfélagið Borgarbyggð reyndist vera eini gerðarbeiðandinn.  Í framhaldi sölu eignarinnar á uppboðinu fluttu íbúarnir burtu. Af þessu tilefni bókuðu fulltrúar Samfylkingarinnar á sveitarstjórnarfundi sl. fimmtudag: “Undirrituð fara fram á að innheimtuferlar sveitarfélagsins, þar með talin lögfræðiinnheimta, verði teknir til gagngerðrar endurskoðunar til að tryggja að það endurtaki sig ekki að sveitarfélagið eitt og sér fari fram á nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði. Mikilvægt er að samningsvilji sé fyrir hendi hjá sveitarfélaginu og að jafnræðissjónarmiða sé gætt við innheimtu krafna og við úrlausn mála fólks sem á í fjárhagsvanda.” Bókunina rita Geirlaug Jóhannsdóttir og Jóhannes Freyr Stefánsson.

Aðspurður um þetta mál segir Páll S Brynjarsson sveitarstjóri að það hafi verið óheppilegt að sveitarfélagið skyldi ganga þetta langt. “Við höfum verið að fara yfir innheimtuferla þessa tiltekna máls og verða lögð fram gögn í byggðarráði næstkomandi fimmtudag sem varpa munu skýrara ljósi á málsatvik.  Við erum að fara yfir verklag varðandi innheimtumál almennt en ég vil þó segja að þetta tiltekna mál hafi verið mjög óheppilegt, þ.e.a.s. að sveitarfélagið hafi verið eini gerðarbeiðandinn þegar húseignin sem um ræðir fór á uppboð,” segir Páll í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is