Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2010 02:08

Gaman-saman að hefjast á Akranesi

Verkefnið Gaman-saman hefur brátt göngu sína á ný á Akranesi en tilgangur þess er að leiða saman ólíka hópa barna; fötluð og ófötluð, af erlendum og innlendum uppruna,  með því að bjóða upp á skipulagt tómstundastarf. Þetta er í þriðja sinn sem verkefnið er sett af stað en það var í fyrsta sinn kynnt vorið 2009. Undirskrift verkefnisins að þessu sinni er “Öll ólík - öll jöfn” en nú verður sérstök áhersla lögð á fjölmenningu. Börnunum er leyft að kynnast ólíkum menningarheimum í gegnum virka þátttöku í námskeiðum í dans, leiklist, matargerð, tónlist, handverki og íþróttum frá ýmsum löndum. Þess má geta að langflestir kennarar á þessum námskeiðum eru af erlendu bergi brotnir. Á Akranesi hefur lengi verið fjölmenningarlegt samfélag en þar búa tæplega fjögurhundruð erlendir íbúar frá um 20 þjóðum.

 

 

 

 

 

Námskeiðin vinna gegn fordómum

Að verkefninu standa Frístundamiðstöðin Þorpið og Akranesdeild Rauða kross Íslands. Ruth Jörgensdóttir Rauterberg þroskaþjálfi og umsjónarmaður Frístundaklúbbsins í Þorpinu og Shyamali Ghosh verkefnastjóri Rauða Krossins á Akranesi segja þetta frábært tækifæri fyrir krakka í 5. - 7. bekk að skemmta sér saman og kynnast um leið öðrum hópum barna á svæðinu. Kjarni verkefnisins sé að leiða saman börn með ólíkan bakgrunn sem myndu að öðru leyti hafa lítið samskipti sín á milli. Þá segja þær verkefni sem þetta eina bestu leiðina til að vinna á móti fordómum. “Að skapa vettvang þar sem börnin kynnast fólki af erlendum uppruna og gersemunum sem það hefur með sér frá heimalandinu, er áhrifaríkasta leiðin til þess að vinna bug á fordómum. Börn eru ólíkleg til þess að hafa fordóma gagnvart einhverjum sem hefur kennt þeim eitthvað dýrmætt og skemmtilegt.”

 

Námskeiðin hefjast miðvikudaginn 27. október og verða á hverjum miðvikudegi í sex vikur frá kl. 14-16.30. Þátttaka í verkefninu kostar 2000 kr. sem nær yfir bæði efniskostnað og hressingu. Þær Ruth og Shyamali segja mikilvægt að skrá sig sem fyrst en ekki seinna en 26. október. Skráning fer fram í síma 433-1250 eða á ruth.jorgensdottir@akranes.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is