Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2010 09:01

Saga Hvalfjarðar í listaverkasýningu á Hlöðum

Veturinn gengur í garð á menningarlegum nótum í Hvalfjarðarsveit. Næstkomandi laugardag, fyrsta vetrardag, verður opnuð í félagsheimilinu Hlöðum á Hvalfjarðarströnd listaverkasýning sem segir sögu Hvalfjarðar. Það er Bjarni Þór Bjarnason listmálari á Akranesi sem málaði myndirnar sem prýða stóra veggi í félagsheimilinu. Auk þess sem þær sýna glæsilegt landslag og fallegt umhverfi við Hvalfjörðinn greina þær frá helstu viðburðum úr sögu byggðarlagsins. Þá eru auk málverkanna einnig til sýnis skúlptúrar úr gleri eftir listamanninn.

 

 

 

 

Guðjón Sigmundsson húsvörður og rekstrarstjóri félagsheimilisins Hlaða var upphafsmaður þessarar sýningar. Guðjón, betur þekktur sem Gaui litli, tók Hlaði á leigu á liðnu vori og starfrækir þar ferðaþjónustu og veitingasölu. „Þetta er fallegasta félagsheimili landsins og mjög vel til þess fallið að vera fjölnota hús. Ég ákvað þegar ég kom að Hlöðum að reka menningartengda ferðaþjónustu og hef verið að setja mig í samband við listafólk af Vesturlandi. Anna Leif Elídóttir listakona úr Hvalfjarðarsveit hefur sýnt í anddyrinu og nú kemur Bjarni Þór og sýnir á stórum veggjum í salnum. Ég þekkti til Bjarna, hafði séð málverk eftir hann og skopteikningar. Svei mér þá ef ég er ekki sá einu úr minni fjölskyldu sem hefur sloppið við þær,“ segir Guðjón.

 

Nánar er rætt við Gauja litla í Skessuhorni vikunnar sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is