Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2010 10:01

Sigrúnu Sjöfn gengur vel í frönsku körfunni

Frakkar hrífast mjög af frammistöðu Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur körfuknattleikskonu þessa dagana, en hún hefur spilað með Sannois Saint-Gratien í frönsku NF2-deildinni. Eins og fram kom í viðtali við Sigrúnu Sjöfn hér í Skessuhorni í sumar ákvað hún að söðla um og flytja til Frakklands þar sem henni hafði boðist að leika með Gratien. Síðast spilaði hún með Hamri í Hveragerði, en Sigrún Sjöfn er fædd og uppalin í Borgarnesi og lék fyrstu árin sín með Skallagrími. Frakkar hafa verið stórhrifnir af frammistöðu hennar síðan hún mætti út síðla sumars. Þarlend blöð hafa m.a. skrifað að hún væri perla Gratien liðsins og jafnframt að hún væri uppgötvun tímabilsins í frönsku deildinni.

Um helgina var Sigrún Sjöfn í eldlínunni þegar hún og félagar hennar í franska liðinu komust í 2. sæti deildarinnar eftir sigur á Sainte Savine 67-59. Sigrún átti góðan leik fyrir Gratien; setti 20 stig, tók 8 fráköst og átti 5 stoðsendingar.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is