Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2010 12:45

Ingunn með 900 tonn af síld úr Breiðafirði á leið til Vopnafjarðar

Ingunn AK er nú á leið til Vopnafjarðar með um 900 tonn af ósýktri síld en sá afli fékkst á Breiðafirði skammt frá Stykkishólmi. Þetta er fyrsti aflinn úr þessum stofni á vertíðinni en skammt er síðan að sjávarútvegsráðherra heimilaði 15.000 tonna byrjunarkvóta. Á vef HB Granda segir Guðlaugur Jónsson skipstjóri á Ingunni að þeir hafi verið einir að veiðum og hafi gekið tvö köst. “Hið fyrra var rétt utan við Stykkishólm og það síðara inni á Breiðasundi sem er skammt þar fyrir innan,“ sagði Guðlaugur í morgun. Aðstæður voru góðar á veiðisvæðinu, lítill straumur og fékkst aflinn á um 20 faðma dýpi. Góðar lóðningar voru á svæðinu og vonandi gefur það fyrirheit um að nóg sé af síld í Breiðafirði þannig að hægt verði að auka við kvótann.

 

 

 

Mikið hefur verið rætt og ritað um sýkingu í íslenska sumargotssíldarstofninum en að sögn Guðlaugs var ekki að sjá á síldinni að hún væri sýkt. ,,Það sást ekkert á utan á síldinni og við sprettum upp 30 síldum af handahófi og þær voru allar í góðu lagi,“ sagði Guðlaugur á vef HB Granda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is