Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2010 08:01

Spennandi ár framundan hjá íslenskum bókaútgefendum

Árið 2011 verður mikilvægt ár fyrir íslenska útgefendur og rithöfunda en þá verður Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Verkefnið gengur undir nafninu Sagenhaftes Island eða Sögueyjan Ísland. Um og yfir 100 íslenskar bækur verða þýddar á þýsku og gefnar út næstu tólf mánuðina. Þarna gefst einstakt tækifæri til að koma á framfæri íslenskri bókmenningu, bæði við Þjóðverja og bókaheiminn allan. Heiðursgesturinn hverju sinni notar sýninguna til að kynna rækilega bækur, höfunda og menningu sína í heild. Sú kynning fer fram bæði á sýningarsvæði, en ekki síður í aðdraganda sýningarinnar. Ísland er fyrst Norðurlanda til að skipa þennan sess sem er sérlega ánægjulegt þar sem áhugi á norrænum bókmenntum er mikill í Þýskalandi. Framlag heiðursgestsins á sýningunni fer aukin heldur ekki framhjá málsmetandi fólki í bókaútgáfu heimsins.

 

 

 

 

Vestlenskt forlag meðal sýnenda

Bókaforlagið Uppheimar á Akranesi hefur frá árinu 2006 tekið þátt í sýningunni í Frankfurt með ágætum árangri. Ber þar helst að geta samninga sem náðust við þýska bókaforlagið Random House/btb sem tryggði sér útgáfuréttinn á verkum Ævars Arnar Jósepssonar. Nú þegar hafa verið gefnar út tvær bækur og sú þriðja, „Sá yðar sem syndlaus er“, kemur út í júlí á næsta ári. Bókin verður íslenskt flaggskip þýska forlagsins en 5000 kynningareintökum verður dreift til þýskra bóksala af því tilefni nú í haust. Á sýningunni í haust tókust samningar við útgáfurisann Gallimard um útgáfu á verkum Ævars Arnar í Frakklandi. Líkt og þýski útgefandinn byrja þeir á Svörtum englum.

 

Bækurnar Sandárbókin og Gangandi íkorni eftir Gyrðir Elíasson verða gefnar út á þýsku á næsta ári og er verið að undirbúa upplestrarferð höfundarins til Zurich, Vínarborgar og Kölnar. Bók Bjarna Bjarnasonar, Endurkoma Maríu, mun koma út á arabísku hjá forlagi í Kairó í Egyptalandi á næsta ári! Vinsælasts túristabók ársins, bókin um Eyjafjallajökul eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th Sigurðsson sem kom út í júní, kemur út hjá Random House/Bassermann strax núna í nóvember.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is