Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2010 08:01

Spennandi ár framundan hjá íslenskum bókaútgefendum

Árið 2011 verður mikilvægt ár fyrir íslenska útgefendur og rithöfunda en þá verður Ísland heiðursgestur á bókasýningunni í Frankfurt. Verkefnið gengur undir nafninu Sagenhaftes Island eða Sögueyjan Ísland. Um og yfir 100 íslenskar bækur verða þýddar á þýsku og gefnar út næstu tólf mánuðina. Þarna gefst einstakt tækifæri til að koma á framfæri íslenskri bókmenningu, bæði við Þjóðverja og bókaheiminn allan. Heiðursgesturinn hverju sinni notar sýninguna til að kynna rækilega bækur, höfunda og menningu sína í heild. Sú kynning fer fram bæði á sýningarsvæði, en ekki síður í aðdraganda sýningarinnar. Ísland er fyrst Norðurlanda til að skipa þennan sess sem er sérlega ánægjulegt þar sem áhugi á norrænum bókmenntum er mikill í Þýskalandi. Framlag heiðursgestsins á sýningunni fer aukin heldur ekki framhjá málsmetandi fólki í bókaútgáfu heimsins.

 

 

 

 

Vestlenskt forlag meðal sýnenda

Bókaforlagið Uppheimar á Akranesi hefur frá árinu 2006 tekið þátt í sýningunni í Frankfurt með ágætum árangri. Ber þar helst að geta samninga sem náðust við þýska bókaforlagið Random House/btb sem tryggði sér útgáfuréttinn á verkum Ævars Arnar Jósepssonar. Nú þegar hafa verið gefnar út tvær bækur og sú þriðja, „Sá yðar sem syndlaus er“, kemur út í júlí á næsta ári. Bókin verður íslenskt flaggskip þýska forlagsins en 5000 kynningareintökum verður dreift til þýskra bóksala af því tilefni nú í haust. Á sýningunni í haust tókust samningar við útgáfurisann Gallimard um útgáfu á verkum Ævars Arnar í Frakklandi. Líkt og þýski útgefandinn byrja þeir á Svörtum englum.

 

Bækurnar Sandárbókin og Gangandi íkorni eftir Gyrðir Elíasson verða gefnar út á þýsku á næsta ári og er verið að undirbúa upplestrarferð höfundarins til Zurich, Vínarborgar og Kölnar. Bók Bjarna Bjarnasonar, Endurkoma Maríu, mun koma út á arabísku hjá forlagi í Kairó í Egyptalandi á næsta ári! Vinsælasts túristabók ársins, bókin um Eyjafjallajökul eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th Sigurðsson sem kom út í júní, kemur út hjá Random House/Bassermann strax núna í nóvember.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is