Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2010 02:13

Segist einungis hafa verið varamaður í gullaldarliðinu

"Strax og við vorum búin að dansa fyrstu syrpuna var ég ákveðinn í að þessa konu ætlaði ég að krækja í. Sú varð raunin og það var ástæðan fyrir því að ég flutti með henni á Vesturlandið og við settumst að á Akranesi. Á þessum tíma var gott að fá vinnu á Skaganum og það ýtti ennþá meira undir að við kæmum hingað,“ segir Kristján Pálsson sem nú er heimilismaður á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Hann er þar manna skrafhreifastur og hressastur þótt 14. nóvember næstkomandi fylli hann 85 árin. Kristján er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en fór af Króknum um fermingaraldurinn fram í sveit, þar sem hann var fjósamaður í hálft fjórða ár. Leiðin lá síðan til Akureyrar þar sem hann starfaði í gömlu Iðunni við leðurframleiðslu í nokkurn tíma.

Upp úr tvítuga kom hann á Skagann ásamt konu sinni Bertu Bergsdóttur frá Gljúfurá í Borgarfirði og þar var hann um árabil viðloðandi gullaldarliðið í knattspyrnu. „Ég var nú bara varamaður, vertu ekki að gera mikið úr mínum knattspyrnuferli,“ segir Kristján sem lék þó mikilvæga leiki með ÍA liðinu sumarið 1951 þegar Skagamenn fögnuðu í fyrsta skipti Íslandsmeistaratitli.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Kristján í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is