Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2010 02:15

Nokkrir dýrbítar ganga lausir í Borgarfirði

Á síðustu dögum hefur á að minnsta kosti þremur bæjum í Borgarfirði orðið vart við fé sem ýmist hefur verið illa farið eða dautt af völdum refa sem lagst hafa á það. Sökum fjarlægðar milli bæjanna eru litlar sem engar líkur á að um sömu tófurnar sé að ræða og því að minnsta kosti þrír dýrbítar í uppsveitunum sem nú eru á vappi. Þegar tófa hefur einu sinni komist á blóðbragðið og drepið kind er öruggt að hún heldur uppteknum hætti ef hún fær að vera óáreitt. Í einu tilfellinu, því sem afleiðingarnar má sjá á meðfylgjandi mynd, urðu sjónarvottar að því þegar hvít tófa lagðist á vænan lambhrút í landi Kalmanstungu í síðustu viku og murkaði úr honum lífið. Búið er að éta framan af hausnum á lambhrútnum og allt kjöt upp að eyrum þegar loks var að komið. Fólk sem var statt í Odda, í landi Húsafells, varð vitni að atganginum en gat ekkert aðhafst því Hvítá skyldi á milli. Skömmu síðar var komið að lambinu dauðu eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Að sögn Snorra Jóhannessonar refaskyttu á Augastöðum í Borgarfirði er vitað um að minnsta kosti þrjá dýrbíta í héraðinu. Dýrbitin kind fannst niður undir bæ á Sámsstöðum í Hvítársíðu fyrir skömmu og önnur í landi Lunda í Stafholtstungum. Þá er vitað um að minnsta kosti þrjá kindur í landi Kalmanstungu sem refurinn, einn eða fleiri, hefur lagst á og drepið. Snorri segir þessa gríðarlegu fjölgun á dýrbítum vera beina afleiðingu þess að sveitarfélög hafa skorið niður við trog fjárveitingar til minka- og refaveiða og sinna því í raun ekki lengur lögbundnum hlutverkum sínum. “Að mínu viti ættu sveitarstjórnarmenn og forsvarsmenn sveitarfélaga í dreifbýli að fara að breyta áherslum í stjórnun. Á sama tíma og svo virðist sem endalausir peningar séu til í allskyns gæluverkefni á sviði umhverfismála, svo sem grænfána, staðardagskrá og Ramsarsáttmála, þá geta þessi sömu sveitarfélög ekki sinnt lögbundnum hlutverkum sínum við nauðsynlega refaeyðingu. Þetta er með öllu ólíðandi enda í þversögn við allt sem heitir umhverfisvernd og í raun dýranýðsla þegar sauðfé getur ekki lengur þrifist í landinu. Það versta er að ef ekki verður aftur farið að vinna á refnum mun þetta ástand einungis versna og sú þróun verður hröð þegar refurinn er einu sinni kominn á bragðið,” segir Snorri Jóhannesson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is