Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2010 01:29

Ætla að mynda keðju um skólann í samhug gegn einelti

Í tilefni þess að nú eru víða um land haldnir borgarafundir um einelti á vegum Heimilis og skóla og fleiri aðila er láta sig málefnið varða, hefur sjónum nemenda í Grunnskólanum í Borgarnesi verið beint að einelti og því hvað það getur þýtt. Borgarafundur um einelti verður haldinn í kvöld klukkan 20 um eineltismál og fer hann fram í Menntaskóla- og menningarhúsinu. Kristján Gíslason skólastjóri segir að markvisst hafi verið unnið í öllum bekkjum að fræðslu um málefnið, í máli og myndum, og hafa nemendur unnið verkefni því  tengt. “Nemendur eldri deildar sóttu sérstakan jafningjafræðslufund sem þeim var boðið til af þeim sem þessu átaki stýra og var gerður góður rómur að því sem þar kom fram, m.a. leikriti sem nokkrir nemendur skólans fluttu,” segir Kristján.

 

 

 

Á morgun, föstudag kl. 8:30, ætla síðan allir nemendur skólans og starfsmenn að fara út á lóð, takast í hendur og mynda keðju umhverfis skólann og sýna útreikningar að það eigi að takast að loka hringnum og mynda þannig skjaldborg um hann.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is