Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2010 07:01

Fiskar á þurru landi frumsýndir í kvöld á Skaganum

„Titillinn segir nokkuð um efni verksins. Það er þarna mikið af skrítnum fiskum, þar á meðal skötuselurinn, sem er tiltölulega nýbúinn að þvælast fyrir inni í þinginu, olli þar óróleika. Hann kemur hér reyndar við sögu á mjög hrifnæman hátt,“ segir Þröstur Guðbjartsson sem leikstýrir nýjustu uppfærslu Skagaleikflokksins, en gamanleikurinn Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen verður frumsýndur í gamla Artichúsinu að Vesturgötu 119 í kvöld klukkan 20.  Þröstur sem áður hefur leikstýrt á Skaganum segir að það sé alltaf áskorun að glíma við gamanleikinn. „Að maður tali ekki um verk með þennan undirtitil, ólíkindagamanleikur. Þá þarf að stokka upp og finna aðra og nýja leið, til að nálgast verkið og koma sýningunni saman. Það má segja að á köflum í þessari sýningu förum við alveg út í fáránleikann, absútismann,“ segir Þröstur.

 

 

 

Hann segir að hugmyndin að þessu leikritavali hafi komi upp á liðnu vori. „Ég vissi af þessum tveimur karlleikurum sem við erum með, Gunnari Sturlu og Guðmundi Claxton, sem léku hjá mér þegar ég leikstýrði fyrir fjölbrautina á sínum tíma. Ég var með þá í huga og fannst þetta verk alveg sniðið fyrir þá. Ekki er verra að þetta hentar líka mjög vel kvenleikurunum, þannig að þetta smellpassar hjá okkur. Þetta er búið að vera mjög gefandi og skemmtileg vinna. Skagaleikflokkurinn á fullt af góðum kröftum bæði innan sviðs og utan og ég held við séum að búa til mjög skemmtilega og flotta sýningu. Ég hef fulla trú á því að Skagamenn og nágrannar fari ánægðir heim úr leikhúsinu,“ segir Þröstur leikstjóri.

 

Næstu sýningar verða:
Frumsýning í kvöld, föstudag klukkan 20.

2. sýning sunnudaginn 24. október kl. 20.

3. sýning þriðjudaginn 26. október k. 20.

 

Miðapantanir eru í síma 847-7742 milli kl. 17 og 19. Einnig er miðasala við innganginn fyrir sýningar frá kl. 19:15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is