Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2010 08:01

Mæðrastyrksnefnd í nýtt húsnæði og stefnir á mánaðarlegar úthlutanir

Mæðrastyrksnefnd Vesturlands hefur að undanförnu glímt við húsnæðisleysi en nú hefur ræst úr því. Nefndin fékk nýverið gott boð frá Arionbanka um gjaldfrjáls afnot af húsnæði við Stekkjarholt 10 á Akranesi, þar sem Bónusvideó var lengi til húsa. Nefndin þarf einungis að standa straum af rafmagni og hita. Um er að ræða rúmgott húsnæði á jarðhæð og eru sjálfboðaliðar nú byrjaðir að mála og lagfæra rýmið til að hægt verði að hefja þar starfsemi sem allra fyrst. Að sögn Anítu Bjarkar Gunnarsdóttur formanns Mæðrastyrksnefndar á Vesturlandi er áætlað að þörfin nú verði brýn fyrir úthlutun matargjafa, en fyrir síðustu jól nutu 150 fjölskyldur stuðnings frá Mæðrastyrksnefndinni. Flestar fjölskyldurnar voru á Akranesi en einnig voru dæmi um að fólk frá Borgarnesi, Borgarfirði og Dölum leitaði aðstoðar. Aníta Björk segir að engum Vestlendingi sem leiti sér aðstoðar sé neitað um hjálp.

“Við gerum ráð fyrir aukningu verkefna, um það höfum við vísbendingar meðal annars frá Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík þangað sem fólk hefur leitað meðan okkar hefur ekki notið við hér á Akranesi. Fyrir jólin í fyrra voru hátt í 10% íbúa á Akranesi sem leitað var aðstoðar fyrir, eða um 600 manns.” Aníta Björk segir að starfsemi Mæðrastyrksnefndar byggi alfarið á gjöfum frá fyrirtækjum, stofnunum og hjálpfúsum einstaklingum. “Nú sem fyrr óskum við eftir stuðningi til að við getum látið gott af okkur leiða til þeirra sem þess virkilega þurfa. Í fyrra var mikið um að fyrirtæki gæfu starfsfólki sínu ekki jólagjafir, en gæfu okkur þess í stað andvirði þeirra ýmist í peningum eða matvörum sem komu að góðum notum. Auðvitað vonast ég til að fólk sýni þessu málefni gott lið áfram nú sem hingað til.”

Aníta Björk segir að stefnt sé að matarúthlutunum mánaðarlega ef Mæðrastyrksnefnd berist nægur styrkur. Stefnt sé að úthlutun í nóvember þegar búið verður að gera húsnæðið klárt.

 

"Þá ætlum við að innrétta notalegt kaffihorn þar sem fólk getur heimsótt okkur og þegið kaffibolla. Auk þess stefnum við að því að selja notuð föt og hafa fataskiptimarkað til að fjármagna starfsemi okkar. Því geta þeir sem vilja styrkja starfsemi Mæðrastyrksnefndar lagt okkur lið með fatagjöfum ekki síður en peningagjöfum,” segir Aníta Björk.

 

Þeir sem vilja leggja Mæðrastyrksnefnd Vesturlands lið geta annað hvort hringt í síma hennar 661-9399, eða lagt inn á bankareikning:

0186-05-65465 og kt. 411276-0829.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is