Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2010 10:01

Norðurljósin tindra í Stykkishólmi á menningarhátíð

Menningarhátíðin Norðurljósin verður haldin í Stykkishólmi helgina 4.-7. nóvember nk. og má búast við að þá verði mikið um dýrðir í Hólminum. Þórunn Sigþórsdóttir starfsmaður undirbúningsnefndar sagði í samtali við Skessuhorn kveikjuna að þessari hátíð hafa verið tillaga frá tveimur bæjarfulltrúum þess eðlis að halda skyldi menningarhátíð  í Stykkishólmi. Tillagan var svo samþykkt og var safna- og menningarmálanefnd falið að halda utan um viðburðinn. “Þetta verður ein löng helgi þar sem Hólmarar og gestir skemmta sér saman og hér er fullt af listamönnum sem hafa mikið fram að færa. Svo erum við auðvitað að reyna að fá fólk til að heimsækja Hólminn og skapa stemningu og líf í miðbænum.”

 

 

 

 

 

Sannkölluð norðurljósastemning

Undirbúningur fer mjög vel af stað að sögn Þórunnar. “Dagskráin er byrjuð að taka á sig mynd og til dæmis verður Jósep Blöndal ásamt fleirum með stórglæsilega opnunartónleika á fimmtudagskvöldinu. Öll söfn og veitingastaðir verða opnir og þá má búast við að veitingastaðirnir verði með einhverjar uppákomur á sínum vegum í tengslum við hátíðina. Leikfélagið Grímnir frumsýnir tvö leikrit þessa helgi og hljómsveitirnar  Stykk og Draugabanarnir verða með stórdansleik á hótelinu á laugardagskvöldið. Einnig verður mikil tónlistarveisla í Stykkishólmskirkju á laugardeginum. Við verðum ekki með nein aðkeypt atriði heldur eru þetta mest heimamenn og brottfluttir Hólmarar sem eru að skemmta hvoru öðru og hafa það gaman saman.” Þórunn segir hátíðina lítið tengjast norðurljósum á annan hátt en að þetta er hausthátíð og þá eru oft tindrandi og dansandi norðurljós. “Það verða allskonar ljós sem skína þessa helgi og hér verður sannkölluð norðurljósastemning,” sagði Þórunn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is