Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2010 11:01

Rökkurdagar haldnir í sjöunda sinn

Menningarhátíðin Rökkurdagar verður haldin í Grundarfirði dagana 4.-7. nóvember næstkomandi. Í samtali við Skessuhorn sagði Jónas Víðir Guðmundsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, að hún gæti þó teygst í aðra hvora áttina, jafnvel byrjað á miðvikudegi og endað á mánudegi. “Við erum jafnvel að íhuga að hafa hátíðina í viku og tvær helgar á næsta ári. Rökkurdagar eru nú haldnir í sjöunda sinn og verða með hefðbundnu sniði í ár.” Dagskrá hátíðarinnar verður eins og vanalega fjölbreytt með ýmsu ívafi.   “Við verðum með margt á boðstólnum,” sagði Jónas. “Það verða allavega tvennir tónleikar, dansleikur á veitingastaðnum Kaffi 59, pub-quiz, stórmenningarviðburður á vegum tónlistarskólans, leikfélagið mun sýna listir sínar, kvikmyndaklúbburinn Kveldúlfur verður vakinn úr dvala, það verða fjölskylduleikir á vegum UMFG og þá verða ýmsar sýningar í gangi. Ýmislegt fleira er í pokahorninu sem verður gert opinbert á næstu dögum.”

 

 

 

Á sama tíma verða nágrannar Grundfirðinga í Stykkishólmi með sína menningarhátíð, Norðurljósin, en að sögn Jónasar munu sveitarfélögin hafa ákveðið samstarf sín á milli. “Það er áhugi beggja megin að vinna þetta í sameiningu og munum við því starfa hönd í hönd. Sem dæmi má nefna dagskrána. Hátíðirnar eru skipulagðar í sitthvoru lagi en síðan verður gefin út sameiginleg dagskrá sem sýnir hvað er um að vera á öllu norðanverðu Snæfellsnesi,” sagði Jónas Víðir að lokum. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi á Snæfellsnesinu dagana 4.-7. nóvember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is