Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2010 05:04

Uppstokkun hjá Orkuveitu Reykjavíkur - 65 sagt upp störfum

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur verið stokkaður verulega upp. Í tilkynningu frá fyrirtækinu nú síðdegis segir að veigamiklar breytingar hafi verið gerðar á skipulagi fyrirtækisins og í dag var 65 fastráðnum starfsmönnum OR sagt upp störfum, 45 körlum og 20 konum. “Uppsagnirnar ná til allrar starfseminnar og þau sem sagt er upp eru skrifstofufólk, stjórnendur, sérfræðingar, iðnaðarmenn og verkamenn. Fastráðið starfsfólk á launaskrá OR er alls 566 og þeim fækkar um 11%. Starfsmannafjöldi OR verður nú sambærilegur og árið 2004. Með skipulagsbreytingunum fækkar stjórnendum í skipuriti um helming.”

 

 

 

 

 

Helgi Þór Ingason, sem tók við forstjórastarfi OR í ágúst síðastliðnum, segir að það sé bæði sárt og erfitt að sjá á bak fólki sem hefur starfað vel og lengi hjá OR. Staða fyrirtækisins sé hinsvegar þannig að óhjákvæmilegt sé að grípa til sársaukafullra aðgerða til að styrkja undirstöður rekstursins og verja um leið sjálfa kjarnastarfsemina. Í grunnþjónustunni hafi einnig orðið verulegur samdráttur verkefna.

 

Hagræðingin er liður í umfangsmiklum ráðstöfunum til að styrkja rekstur OR. Þannig hefur gjaldskrá verið hækkuð verulega og eigendur OR hafa ákveðið að fresta öllum arðgreiðslum frá fyrirtækinu. Þá er á dagskrá að selja eignir sem eru óviðkomandi kjarnastarfsemi OR.

 

Áður en til uppsagnanna kom hafði verið gripið til ýmissa hagræðingaraðgerða. Bifreiðahlunnindi framkvæmdastjóra afnumin og laun þeirra lækkuð til samræmis við lækkuð laun forstjóra. Fækkað hefur um þriðjung í yfirstjórn OR með því að starf aðstoðarforstjóra og eins framkvæmdastjóra hafa verið lögð af. Nú skipa þrír framkvæmdastjórar yfirstjórnina ásamt forstjóra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is