Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2010 02:01

Eldsneytisflutningar um Hvalfjarðargöng ákveðnir af samgönguráðuneytinu

Stjórn Samtaka sveitarfélaga hefur sent stjórn Spalar, rekstraraðila Hvalfjarðarganganna, og samgönguráðuneytinu bréf þar sem hvatt er til að vegna öryggismála verði eldsneytisflutningar einungis heimilaðir um Hvalfjarðargöng utan dagtíma. Bréfið er samhljóða ályktun sem samþykkt var á aðalfundi SSV sem fram fór í Ólafsvík í september. Í svari sem SSV hefur þegar borist frá Speli er upplýst að ákvörðun um að leyfa eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng hafi einungis verið tekin á vettvangi ráðuneytisins á sínum tíma. Gylfi Þórðarson framkvæmdastjóri Spalar segir að gildandi reglugerð um eldsneytisflutninga hafi verið gefin út 2003 af lögreglustjóranum í Reykjavík.

“Spölur átti engan fulltrúa í nefnd þeirri sem dómsmálaráðuneytið kom á fót til að endurskoða fyrirliggjandi reglugerð og var ekki einu sinni boðið að senda fulltrúa á fund nefndarinnar sem álitsgjafa eins og mörgum öðrum,” segir Gylfi og bætir við: “Öryggismál í jarðgöngum, þ.á.m. eldsneytisflutningar, heyra nú undir samgönguráðuneytið og veit ég að Vegagerðin er að skoða þessi mál fyrir ráðuneytið, m.a. þessa eldsneytisflutninga, eftir því sem mér hefur verið tjáð. Eðlilegast virðist því að beina framangreindri ályktun til samgönguráðuneytisins með afriti til Vegagerðinnnar svo hún komist örugglega þangað sem hún þarf að komast,” segir Gylfi Þórðarson í svari sem hann hefur sent Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is