Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2010 01:45

Fallbyssuskot til heiðurs Víkingi

Fimm fallbyssuskotum var skotið til heiðurs Víkingi AK við Akraneshöfn í gær þegar fimmtíu ár voru liðin frá því skipið kom nýtt til Akraness. Það voru sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni sem sáu um að skjóta púðurskotum en þau fengu þeir frá kvikmyndaleikstjóranum Clint Eastwood eftir að hafa aðstoðað hann með fallsbyssuskot við kvikmyndatöku á Suðurnesjum fyrir nokkrum árum. „Við máttum hirða öll skot sem afgangs voru,“ sögðu Landhelgisgæslumennirnir.

Fjölmargir fylgdust með fallbysskuskotunum af nálægum bryggjum og síðan fengu gestir að skoða Víking ásamt því að boðið var upp á kaffi og veitingar í húsnæði HB Granda. Margir skipverjar af Víkingi fyrr og síðar komu og heiðruðu afmælisbarnið.

Skessuhorn minnir á að í blaði vikunnar er 8 síðna kálfur tileinkaður sögu Víkings AK frá upphafi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is